YFIRBORР


Undanfarið hefur orðið breyting á meðferð yfirborðsflata bygginga. Þar sem áður var steyptur veggur, oft pússaður og málaður, er nú búið að klæða að utan með einangrun og loka með yfirborðsfleti, kannski álplötum eða flísum. Nýbyggingar í dag bera nýtt yfirborð, fleti með aðra efniskennd og annað andlit.

Hverjar eru ástæður breytinganna og hvað fela þær í sér?
Um árabil hefur þol efna gagnvart veðri og ytri ágangi verið rannsakað. Niðurstaðan er vísindaleg og mikilvæg en sem mótvægi verður hér horft til annara þátta. 

Upplifun og samhengi bygginga í umhverfi sínu þarfnast skoðunar, því hið byggða umhverfi á að endurspegla mannlega nærveru og gæði.


Verkefnið fékk styrk úr Hönnunarsjóði.
Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður og Magnea Guðmundsdóttir arkitekt standa að verkefninu.


INSTAGRAM                                    VEFPÓSTUR



                                                                       YFIRBORÐSEFNI     ÍTAREFNI