Steining

Reynsla sýnir að utanhúðun með steinefnum hefur marga kosti, t.d. ber hún lágan viðhaldskostnað, er góð veðurvörn og dregur úr steypuskemmdum. 
Við steiningu Þjóðleikhússins voru ólík hlutföll af hrafntinnumulningi, kvarsi og silfurbergsmylsnu notuð til þess að ná fram misdökkum flötum á byggingunni.
Útlit steinaðra húsa er yfirleitt þekkilegt og fellur ágætlega að íslensku umhverfi.
Steining er aðferð við frágang útveggja, fundin upp á Íslandi upp úr 1930.
Guðjón Samúelsson þróaði aðferðina og naut til þess ráðgjafar, t.d. Guðmundar Einarssonar frá Miðdal og Kornelíusar Sigmundssonar múrarameistara.


Steining er veggjahúðun þar sem mulin steinefni eru lögð í þunnt steinlímslag.YFIRRBORDSEFNI GLERMark


                                                                       YFIRBORÐSEFNI     ÍTAREFNI