Þetta byggingarefni er nú farið að ryðja sjer svo til rúms hjer í Reykjavík helzt á seinni árum, að á hvert hús sem nú er byggt hjér úr timbri er það brúkað bæði á þak og jafvel veggi.
Reykvíkingur 8.september 1894
Bárujárnsklædd íbúðarhús tíðkast varla annars staðar í heiminum. Það má því líta á þau sem sérstakt framlag Íslendinga til byggingarlistarinnar.
Gömul timburhús. Útveggir, grind og klæðning, Húsafriðunarnefnd ríkisins,4. Útgáfa. Ágúst 2007.
Bárujárn barst hingað til lands um 1875 og var mun ódýrara en timbur og fékk mikla útbreiðslu sem klæðningarefni á þök og síðar á veggi enda hafði þakleki verið til stórra vandræða lengi vel.