Grjót
Framhlið hússins er eftirtektarverð, skreytt með íslensku bergi, Drápuhlíðargrjóti og hraunreipum. Grjótinu er raðað í munstur sem undirstrikar form og gluggasetningu hússins. 


Grágrýti er hugtak sem er alla jafna notað yfir gömul basalthraun, yfirleitt nokkur hundruð þúsund eða örfárra milljón ára

 


Mislitir kristallar gabbrósins gefa því flekkótt yfirbragð með grænum, hvítum og gráum tónum sem gerir efnið sérstaklega lifandi og áhugavert. 

Hús Hæstaréttar við Lindargötu er klætt grágrýti og gabbrói frá Hoffelli. Á neðrihluta hússins er áferð grágrýtisins gróf og hrjúf, en efriparturinn er klæddur söguðu og sléttu grágrýti. Léttslípað gabbró er notað til að tengja saman koparklæðninguna og grágrýtið.

Útveggir lágbyggingar Seðlabankans við Arnarhól og súlur hábyggingarinnar eru klæddir gabbró flísum frá Hoffelli í Hornafirði. Gabbró er berg sem myndast upphaflega djúpt í jörðu og er með svipaða hörku og granít. Drápuhlíðargrjótið finnst aðallega sem flögur við Drápuhlíðarfjall en hefur hér verið sagað í strendinga og þeim raðað upp eins og um múrsteinahleðslu sé að ræða. Hraunreipin eru dökk og hrjúf á móti ljósu þéttu líparítinu og skapast þannig áhugaverðar andstæður. 
YFIRRBORDSEFNI STEINSTEYPA

Mark


                                                                       YFIRBORÐSEFNI     ÍTAREFNI